Finale

Við erum komnir heim. Þetta er lokafærslan.

 

Í tilefni þess hef ég ákveðið að setja inn fjögur myndbönd. 

Með fyrirvara um að allt er sagt í góðu gamni. En leigubílstjórana í kína þoli ég ekki.

 

SNV30287 Okkur tókst að fara til Peking , sjá kínamúrinn, torg hins himneska friðar, forboðnu borgina. Xian og Terracotta hermennina.

Þessi ferð var frábær. Reynslan af ferðalögum og

  
samskiptum við allt þetta fólk er ómetanleg.

 

 

 

 

 

 

SNV30510

 Kalli var ekki ósáttur við að vera kominn heim.

 

 Gæti verið sniðugt að giska á hvað hann var að hugsa um á þessari mynd.

 

 

 

 

 

 

SNV30539

 

 

 

Pálmi og vinur okkar Daniel frá þýskalandi. 

 

Daniel og Martin eru þýskir kappar sem við héngum mikið með. Partýljón mikil og hressir menn.

Síðasta kvöldið fyrir brottför vorum við Kalli hjá þeim að spila og sötra Jim Beam og var mikil stemning. 

Pínu fyndið að sjá Daniel samt eftir að hann krúnurakaði sig .. var eitthvað svo fyndið , stór bláeygur krúnurakaður þýskari. 

 

Algjörir snillingar.

 

SNV30220

 

 

 Hér má sjá félagana Daniel og Snorra, Daniel finnst gott að blanda gosi í bjór. Helst sprite.

Veit ekki hvaðan sá siður kemur en sérstakur er hann.

Ágætt á bragðið en alveg óþarfi.

 

 

 


Þetta er búið að vera frábært og takk fyrir allar athugasemdirnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjáumst á kantinum.

Myndböndin fylgja hér að neðan.

Bjössi að fíblast rétt fyrir mat.

--

Kínastemning í forboðnu borginni. skemmtilegur dagur í Peking þar sem við fórum með þýskurunum. 

 --


Fyrir neðan kínamúrinn , eru svartir birnir sem má gefa að snæða agúrkur. Ég fór í það og tók pínu vídjó. 

---

komnir í wildlife park fyrir utan shanghai. Hérna sjáum við páfugla og kengúru. hriiiikalega kengúru.

--

lengsta myndbandið , ég skoðaði þetta áðan og ég held að ég hafi bara verið á einhverju eitri þegar ég tók þetta upp.

 --

 

Takk fyrir okkur. Vinsamlegast kvitta fyrir komuna.Smile áfram ísland.


Síðustu dagar. Þeir verstu og bestu.

Komiði sæl , til sjávar og sveita.

 -

Ég skynja að margir hafi viljað að við snæddum lirfurnar sem voru sýndar í síðustu færslu en ég fullvissa alla um að við snæddum þær ekki. 

Af kindahundi er ekkert að frétta svosem, við sjáum hann annað slagið, risastóran hvítan og loðinn , ekki ósvipaður Nissan Micru en helsti munurinn er að Íbæ hleypir ekki mörgum inn í sig.

Við þökkum fyrir góðar páskakveðjur heim , Jóhanna spánardrottning og Ásdís meistari.

Ásta Gé , ég hef sjaldan verið á jafn brútal góðu og ódýru fæði eins og fæst hér í Kína. Jú vissulega er sumt óætt og ekki hundum hæft en það sem hundum er óhæft er hæft fyrir okkur. Og margt er þeim óhæft skal ég þér segja.

Ólafur H, ég er ekki viss um að við höfum smakkað Kimchi en það er komið á listann yfir hluti til að prófa, við höfum prufað ýmislegt eins og þú veist samt, smokkfiskagræið var á kóreskum stað held ég  eða japönskum .. skulum allavega hafa það í huga. Gott að geta reddað missó fyrir þig, hehe.

Sonja, skekkja síðustu færslu var klárlega að mínu mati næstsíðasta myndin þar sem einu skiljanlegu stafirnir fyrir enskumælandi fólk er "Notice to customers" sem útfærist á íslensku sem "Viðskiptavinir athugið"  .. og svo kemur bara kínverska. Afar óhentugt ef maður er viðskiptavinur.

Bið vel að heilsa heim til smiðs, Rakel og Tótu.

Guðbjörg og Harpa. Takk fyrir skemmtilegar færslur. Jú ég Pálmi get ekki beðið eftir að koma heim og fara á skarðsströndina með fjölskyldunni.

Harpa , sakna ykkar mjög mikið og get ekki beðið eftir að koma heim og kíkja á uppáhalds frændur mína,  Takk fyrir frábært komment.

Svo viljum við allir þakka fyrir allar athugasemdirnar.

-----

Ástæða fyrir bloggleysi og smá svartnætti síðustu daga hjá mér allavega , voru þær að mér tókst að falla í prófi á Bifröst og þar með þurfti ég að taka úrbótapróf. Já, ég féll í skattinum , munnlega og var það helvítis áfall.

Í undirbúningnum fyrir úrbótaprófið , þá fórum við strákarnir í íþróttabúð að kaupa strandgræjur og svona ,  nei þá legg ég myndavélina frá mér og fer bara eitthvað að máta. Myndavél týnd , stolin , klaufalegt.  Var ekki í mjög góðu skapi þá og ekki í stuði til að blogga neitt. En það birtir upp um síðir, ég lærði vel og tók prófið í dag. Heyrði svo í kennaranum og ég náði , sem er frábært. Svo keypti ég mér myndavél aftur og Karl Magnús keypti sér eina í leiðinni. Þá erum við sko komnir með aðalgræjurnar fyrir næstu ferð.

Sem er ferð til Filippseyja !! á Boracay eyju .. jesús , þetta er ein fallegasta strönd í heimi og er búið að kjósa hana það á nokkrum stöðum. Algjörlega sólarströnd sem er með geggjuðum sand og geggjuðum sjó. 

Vinur minn, ég er að segja að við bloggum ekki aftur fyrr en eftir svona 12 daga. Ég sver það.

Nanjing ferðin var samt algjör snilld og allar myndirnar mínar af þeirri ferð eru horfnar en skutlum inn úr myndavélinni hans Snorra þegar við komum heim frá Filippseyjum.

Málið er bara að klukkan er seint og við erum að setja í þvott og skipuleggja hvað við ætlum að taka með. væl væl.

---molar 

Svona á páskanótunum samt, þá hlusta ég stundum á útvarpsþátt Tvíhöfða á Rás2 streymandi í gegnum internetið. Mikið gaman. í einum þættinum um daginn , man ég eftir að ein persónan sem Jón Gnarr leikur , er einhver bandbilaður ökukennari sem hringir inn í þáttinn til Sigurjóns og bullar einhverja vitleysu. Á þeim nótum þá hringdi Jón inn sem ökukennarinn og var eitthvað örstutt að koma skilaboðum til ökumanna á páskunum og það voru Péin þrjú á páskunum sem ökumenn þurfa að hafa í huga. Það eru:

Páskar park, passa púst, pottþétt. = péin þrjú.

gott efni.

Um daginn fórum við drengirnir að kaupa inn í Carrefour verslunina , ekkert gaman að segja frá því nema við flækjumst inn í lítið apple söluhorn sem er að selja iPod og aukahluti fyrir hann. Ég er eitthvað að horfa á aukahluti á veggnum og tala við strákana og segja frá mínum iPod þegar svaka flott skvísa labbar inn, ljóshærð og flott. Af gömlum vana , verandi í Kína , þá segi ég vel hátt , :"Hey strákar, svaka flott gella" .  .. Jæja stelpan tekur á rás út úr búðinni, snýr sér við skælbrosandi og kallar ,:"Takk",

Við áætlum að líkurnar á að þetta geti gerst , með öllum breytum teknum inn í dæmið. Séu rétt um 0%.  Ekki batnaði það svo þegar ég kom heim og fattaði hvaða stelpa þetta var. Engin önnur en ungfrú ísland.is árið 2002. .. eitthvað fáránlegt andlitsminni sem ég hef.

Smá brandarahorn.

 Hvað skýrðu kínversku hjónin þroskahefta barnið sitt?

skýrðu það  "Sum Ting Wong"

Hversu marga súrrealista þarf til að skrúfa ljósaperu í loft ?

svar: Fisk.

-

A baby seal walks into a club. 

-

 Já ok, svona geta brandarar verið súrir.

-

12 dagar í næstu færslu. Endilega látið heyra í okkur.

Okkur líður bara vel og getum ekki beðið eftir að komast á sólarströnd.  

Snilldarkveðja frá Kína ! 

- Gleðilega Páska, gleðilegt sumar, gleðilegt fylgi til vinstri grænna, og heyrumst !


Hvernig kjöt er þetta? hundakjöt .. nei ég meina kjúklingur.

Komiði sæl, fyrirsögnin er sönn saga , við strákarnir nýbúnir að læra hvernig maður segir kjöt, kjúklingur, fiskur og hundur í kínverskutíma .. og mættir á kínverskan stað og spurjum á kínversku hvað sé og stelpan mismælir sig svona smá.. og verður mjög vandræðalegt. Gyllt andartak.

Já en eitthvað hefur liðið tíminn frá síðasta bloggi, en þeir fá sem fá og bíða nógu lengi eftir því, og stundum fá þeir ekki sem bíða lengi heldur bíða of lengi því stundum þarf maður að leitast eftir því sem maður vill eins og Tóti og Max gera Blush   ,létu heyra í sér í athugasemdunum.

Hrafnhildur velkomin í athugasemdir, mikli krullhærði meistari, sérstök kveðja til þín og Steinbergs. 

Gaman að vita að þið séuð þarna Jóhanna, Big Dór og co Wink

Rakel Arín og Tóta fá cyberknús og vil ég fá þig sonja og smiðinn til að finna skekkjuna í þessu bloggi og segja í athugasemdum. 

Gis yeah, Mikki hinn mikli refur , velkominn ávallt félagi. ! salud.

Kristín Linda takk enn og aftur fyrir alla hjálpina og velkomin í bloggvinina ! 

Inga kínagella hehe já hvet fólk til að kíkja á þína síðu til að lesa um magnaða ferð á strönd var það ekki. Ert þú ekki bara óheppnasta gella ever.  En víkjum okkur að blogginu.

DSC09711

----- 

Þessi mynd er orðin smá gömul, en er flott , djöfull flott.

Þoka, dimma, smá rigning, og upplýstur skýjakljúfur. 

Batman fílíngur.

 

 

 

flott mynd. 

 

Þessa mynd tók Snorri. Vel að verki staðið.

 

 Við fórum um daginn að versla, tja í búið. Risa risa risastór verslunarmiðstöð sem heitir Carrefour.   Það var reyndar ekki mikið verslað .. við erum ekkert endilega mestu verslunarmennirnir í svona umhverfi.

DSC00120sést t.d. hérna þar sem ég stend eins og mammútur , að bakvið mig eru svona 3 þúsund kínverjar, allir að garga eitthvað og ég fer býsna nálægt því að segja að mig svimaði í svona kortér eftir að við fórum þarna út.

 Leiddist ofboðslega þarna inni en þetta tók frekar fljótt af enda við strákarnir frekar sammála um að taka bara það nauðsynlegasta og koma sér út.

 

 

 

 

    
    Hér var hægt að fá yndislegt úrval af fiskhausum sem ég  viðurkenni að lyktuðu hressilega úldnir. Mikil gleði að rekast á þetta. Allt í kringum þá voru fleiri partar af fiskum með jafnhressandi lykt. Sumt var að sjálfsögðu drasl sem ég hef aldrei séð.

 

 

 

Talandi um drasl sem ég hef aldrei séð.

 

 Við kíktum svo í ávaxtadeildina enda erum við tíðir gestir þar.                        

DSC00125Haldiði að við höfum ekki rekist á þetta svona dýrindis epli.

 

Hvað er skrýtið við þetta epli?

 

Jú , eplið er eins og 4 epli.

Svona eins og mamma mín þegar hún segir að ég sé eins og 20 aumingjar þegar ég er þunnur.

 

Aldrei séð annað eins hormóna dæmi , eplið hljóp næstum því á eftir okkur þegar við löbbuðum frá því.

 

 

 DSC00126

 

 

 vi vi vi vi vi vi vibbbbi.

 

 

 Hér er gott dæmi um girnilegan mat sem var til sölu í þessari blessuðu búð. 

Sennilega lirfur , matarmiklar , bústnar, hrufóttar, geðslegar, lirfur fyrir alla.

Við lögðum ekki í lirfurnar.

Við höfum samt alveg smakkað ýmislegt.

 

Mjög snemma þegar við komum þá fórum við á svona "hot pot" stað þar sem við pöntuðum fullt af réttum , skíthræddir vesturlandabúar , og fengum fullt af því ásamt risapotti sem var fullur af einhverju gumsi og svo því sem við þekkjum sem rauðu chili.  Svo var bara gashella á miðju borðinu og kveikt var undir pottinum. Kom fljótlega eftir það afgreiðslustúlka sem kenndi okkur að djöfla ofan í pottinn frosnu kjötinu og steikja það ofan í. Ofursterkur réttur sem kom skemmtilega á óvart. Froskurinn var t.d. ekkert svo slæmur. En .. ekki aftur takk. Kína og að prufa nýtt , bara gaman. Var ég kannski búinn að blogga um þetta? , nenni ekki að athuga það.

 

DSC09705Karl Magnús Þórðarson.

 

 

Smá hjólasögur. Við keyptum okkur þrjú hjól á sínum tíma.

Ég gaf mitt því það var crap og keypti mér í framhaldi af því ljótasta stelpuhjól allra tíma. Á það enn.

Karl fékk sér svipað hjól og ég en Kalli seldi Braga það á 100 rmb. Fékk sér svo nýtt lítið töff hjól. Lét stela því. Fékk sér svo þriðja hjólilð sem er flott og gott.

Snorri fékk sér upphaflega mjög gott og flott hjól en lét stela því um daginn og hefur ekki enn endurnýjað.

Danni Raggi og Siggi fóru í skólann á sínum. Læstu þeim saman. Þeim var stolið. 

Meginregla í kína er að ef þú átt hjól þá verður því stolið. Eða að það er crap og eitthvað beyglast og er lélegt. En þannig er þetta bara.

 

DSC09766

 

Í heimsókn til kína komu Berglind og Erna svakagellur. Við fórum saman Íslendingar á stað sem kallast Zapatas og er mexíkanskur bar. Þetta var á mánudagskvöldi og voru fríar margarítur fyrir stelpur í slatta tíma og svo bjór fyrir strákana og það var svo ekki skóli daginn eftir.

Fólk að dansa á barborðum og gellur að gefa tequila þaðan.

 

 

Hér má sjá Snorrann kominn í gírinn og beint upp á barborð að sýna þessum píslum hver er sannur víkingur.

 

DSC09727

 

 

 

Hérna er hópurinn glæsilegi sem fór út að borða á Zapatas.

Beggi tók myndina , vel gert boli. 

 neðst til hægri:  Inga, Helgi, Brynja, Halldóra, Bryndís og Bragi.

 uppi vinstri:  Berglind, Snorri, Karl, Pálmi , Siggi og Erna.

 

Þetta kvöld var með betri djömmum í langan tíma.

80's músík og dans manía.

 Berglind og Erna eru miklir meistarar, þær eru í heimsreisu og eru búnar að ferðast mikið. Ég held þær séu núna í Thailandi og biðjum við boys kærlega að heilsa og þökkum frábæra skemmtun.

 

  Í þessari viku  fórum við  Snorri Siggi og Kalli út að fá okkur að borða. Var ákveðið að taka ævintýri á þetta og varð einhver kóreskur staður fyrir valinu. Við völdum okkur 5 rétti sem litu allir út fyrir að vera kjötréttir. Það kom einn kjötréttur og 4 réttir með verum úr sjávarríkinu.     DSC09783

 

 

Hér við hliðina má sjá sjálfan mig , snæða það sem við teljum vera kolkrabba-hendi. Enda má sjá það sem við teljum vera sogskálar þarna.

 

Þetta er býsna góður matur. Pínku seigt.

 Kannski ekki girnilegt héðan.. en það var töluvert minna girnilegra þaðan sem ég sá þetta þegar ég rétti þessa snilld að mér.

 En staðurinn var ekki sniðugur og við förum ekki aftur. Ekki nógu gut.

 

DSC09794


 

 

hmm. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 En svona er gaman í kína. Margt spes.

 

DSC09793Í dag er föstudagur.

Á morgun förum við í ævintýraferð með þýsku vinum okkar Daniel og Martin.

Við ætlum í héraðið Nanjing eða í borgina Nanjing, er ekki alveg viss.

Myndavélarnar koma með og við gerum þeirri ferð skil í næsta bloggi.

 

 

 

 

 

 

Biðjum að heilsa heim.


Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði

Sælinú vinir,

 

síðast þegar við skrifuðum inn færslu þá vorum við í miðjum prófum og lífsánægjustuðullinn var í sögulegu lágmarki síðan við komum út.

 Erum búnir í prófum, jibbí !  Ég held að okkur hafi gengið nokkuð vel bara.. m.a. ber að þakka góðum straumum frá Ástu G í þeim efnum, takk! 

 Eyþór og Temminn, sakna ykkar líka og ef ég spái í því og svara alveg hreinskilnislega þá eruð þið lang- yfirburðabestu undir-nágrannar sem ég hef haft mína ævi.  Snillingar.

 Gummi, Hlédís, Mási og Katrín aftur , gaman að vita af ykkur að skoða síðuna. !!

 En þá vindum við okkur í hlutina bara.. klukkan orðin margt samt og ég nenni ekki að setja inn margar myndir.

DSC00079Hmm, 

 þessi mynd var tekin í Kínversku tíma einn morguninn þegar mættum eiginlega öll of seint. Nema Snorri , hann var seinastur.

 Þá tókst okkur að ljúga að Snorra að hann þyrfti að taka 10 armbeygjur af því að hann kom of seint , og að við hefðum öll þurft að gera eitthvað svona rugl.

Snorri henti sér bara niður um leið og bombaði 10 á núll einni.

Eftir að allt kom í ljós og hlátrinum lægði , þá fór hann að tala um að taka svona 100 í viðbót til að þurfa ekki að mæta meira þessa vikuna. Helvíti góður að vanda.

Annars í sama tíma, þá var Kalli upp á töflu, ásamt Ingu K og Sigga , og tóku þau fyrir okkur kínverskt samtal. Mjög fallegt móment. Þeir sem þekkja Karl Magnús vita vel að hann naut þess til hins ítrasta að vera miðpunktur athyglinnar.

 

DSC00081

 Sjá þessa skepnu.

 

 

 

 

Kínverskur rektor.

 

 

Já, okey.. ég á kannski skilið núna að láta hlæja að mér.

 

OK samþykkt.

Ég fór í klippingu í fyrradag , strax eftir prófið.  Var með svona 120 rmb í vasanum sem er svona 1100 kall. Klipping á líka að vera ódýr.

  DSC00091

 Hér til hliðar er ég nývaknaður , áður en ég fór í klippingu.

 Vandamál er að ég gleymdi myndavélinni í klippinguna þannig að ég þarf að lýsa þessu bara.

 Áfram með söguna:

Forsagan er reyndar sú að Kalli og Snorri ætluðu að fara og láta raka sig og svo láta klippa sig snöggvast.

Ég fór með og hugsaði til þess að ég vildi bara sjálfur raka mig, treysti þeim ekki alveg til að hnífa á mér andlitið.

Sagði við strákana að ég hefði takmarkað fé á mér og bað um lán ef ég skyldi óvart fá mér klippingu sem kostaði meira en 120 rmb. EKki málið sögðu drengirnir og fóru upp í rakstur.

 

Ég fékk mér sæti og fyrsta meðferð hófst. Var sjampói nuddað í hausinn minn og svo var ég færður í þvott. Eftir þvottinn er ég látinn setjast í klippingarstólinn. Kom þá að mér gutti sem spjallaði við mig í smástund á kínversku og fattaði svo að ég skildi ekkert. Fór hann þá og náði í bók með klippingum. Ég hugsaði með mér að mig langaði í lit og einhverja vitleysu af því að ég er í Kína. Þannig að ég benti bara á einhvern hárugan mann með skrýtnum lit á. Hélt ég væri að fara gera góða hluti.

Allavega, þá hófst baráttan. Kallað var á kínversku og í kringum mig stóðu sex kínverskir drengir. Sex. ,

Einn var stjórnandi og hann var að klippa mig og svo á meðan hann klippti mig öðrum megin var annar strákur hinumegin á hárinu að greiða mér.. svo síðustu 4 allir eitthvað að fylgjast vel með eins og ég væri eitthvað sýnidæmi. Sérstök tilfinning.

Heyrðu, þá kemur gaurinn með þrjá brúsa og segir mér að velja. ég valdi Wella Perm brúsa og fór svo að hugsa um hvað í fjandanum Perm væri og af hverju ég kannaðist svona við þetta orð í sambandi við klippingu. 

Eftir tvær mínútur af klippingu er þá sendur á mig lítill gutti sem byrjar að snúa upp á hárið á mér og setja álpappír utan um , eins og gert er þegar fólk er að fara láta lita eitthvað, held ég. Ég var allavega á þeirri skoðun þegar þessi vinnsla var í gangi. Einn gutti að álpappíra mig og 3 að fylgjast með. 

40 mínútum síðar, setur hann þykkann klút um hausinn á mér , og ég er með svona þykkan rambó klút með svona 30 álpappíra utan um hár sem er búið að vefja saman einhvern veginn. Já lesandi góður, alveg eins og fífl. En djöfull var þetta fyndið.

Svo er ég látinn setjast undir einhverja kúlu eins og kellurnar í myndunum. Sitja með handklæði á hausnum undir kúlu og spjalla. Þá komst ég að því að kúlan hitar á manni hárið. Og á þeim tímapunkti þegar guttinn vafði einangrunarplasti utan um hausinn á mér , tók klútinn af mér , setti mig undir kúluna og ég byrjaði að svitna á hausnum. Það var á þeim tímapunkti þegar ég fattaði að það væri ekkert verið að fara að setja í mig einhvern lit.

Jæja, 30 mín seinna kom aðalklippugaurinn og seldi mér eitthvað Wella drasl sem þurfti að sprauta á hárið mitt, ég samþykkti og peningur jókst. Hann sagði mér að ég væri kominn upp í 540 rmb. sem er töluverður peningur fyrir klippingu. Þannig að ég spurði hvort hann tæki Visa kort. Nei ekki var það.. þannig að lausnin var að ég og gaurinn fórum út úr staðnum og fundum hraðbanka sem var í 10 mínútna fjarlægð.. ég labbandi með einangrunarplast um hausinn með svona 30 álpappírsstauka upp úr hausnum.  Og hvað .. það var 10 mínútna labb og svona 3000 manns sem löbbuðu framhjá mér og hlógu. Ég hló bara líka.

Á þessum tímapunkti eru 3 tímar liðnir af klippingunni. Enginn litur, engin klipping, bara þvottur, pínku klipping og permanett komið. Eða eitthvað þannig. 

Svo þegar við komum aftur þá var ég settur í þvott og klipptur og látinn bíða og eitthvað rugl og það tók klukkutíma. Þá var mér nóg boðið, hárið allt upp í loft og ég leit út eins og fáviti. Hrikalegasta og versta klipping og greiðsla sem ég hef á ævinni séð. Algjört rugl.

Fyrir þetta borgaði ég tæpan sex þúsund kall. Kalli borgaði rakstur + klippingu á þrjú þúsund kall, Snorri borgaði rétt um tvö hundruð kall fyrir rakstur + klippingu.

og allt á sama staðnum.. sex þúsund, þrjú þúsund og 200 krónur. Ég hef á tilfinningunni að ég hafi verið tekinn frekar illa.

DSC00102

 

 

 Hér er ég kominn heim eftir klippinguna. með hárið gjörsamlega allt upp í loft,  með óhemju heimskulegan svip með gítar á kanti að hefja próflokadjammið.

 

 

 

 

Nei svo varð hárið bara töff þegar ég fór í sturtu og lagaði það sjálfur.

--

 

En klukkan er orðin rugl margt. ég byrjaði aðeins of seint að blogga.

 

Við strákarnir biðjum að heilsa í bili. Ný vika af kínaævintýrum að hefjast.

Komum sterkir inn með blogg bráðum.

Bless. 


Þessi vika og næsta

Núna er prófavikan að fara hefjast og erum við strákarnir að læra mikið.

 Í tilefni af því þá viljum við koma því á framfæri að næsta blog verður ekki fyrr

en eftir svona viku.

 

Því meeeður.

Ég vil samt þakka öllum fyrir skemmtilegar athugasemdir við færslunum að neðan.

 Já Emmi , gítarinn er eftirlíking , en fjandi góð slík.

Þakka hólið Harpa Hlín og gaman að sjá að þú ert að fylgjast með okkur guttunum. 

Kalli biður kærlega að heilsa ykkur systkinunum.

 

Þóranna , gaman að sjá þig hérna, nei ekki farinn í gítartíma hjá kínverja en aldrei að vita hvað gerist.

Rosita he he   Devil mætti halda að þú saknaðir gítarglamursins og vælsins í uppáhalds nágrannanum.

 Majae.tk og Sonja Smiðs ofurhetjur að setja inn athugasemdir við fyrsta blogg, gaman að vita af ykkur að fylgjast með !!!

 

 Tóti Hefill : Rétt aðalmálið að hafa gaman hérna úti !! og kynnast menningunni og eins og

 Pétur kom inn á þá er allt kapp best með forsjá og einum bjór. Glæsileg færsla Pétur og gaman að vita af þér að fylgjast með. Gamli djeefull.

 Katrín : mig grunar uppáhalds ófrísku katrínuna okkar , farðu vel með þig krútta.

 Ásdís : uppáhalds besta ásdís sem ég þekki !

Börkur : það er rétt Álasagan er goðsagnakennd !  , það sem fyndið er að segja.

 

Kær kveðja til allra vinDSC00050a og vandamanna , frá okkur strákunum,

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Kalli kveður með sólarlagi

 

 

 DSC00025

 

 

 

 Snorri 

 

segir Tennisbless við alla 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSC00024

 

 

Pálmi

 

kveður í bili.

 

 

áfram próf. 


heilagur móses, annað blog strax !

Jæja vinir

 

Pálmi er að rita hér, Kalli er að taka til og Snorri er að elda.

menn gera það sem þeir kunna.

Það var nú ýmislegt sem gleymdist í færslunni í gær enda búið að líða þónokkur langur tími frá því við komum.

DSC00052Við rákumst til dæmis á þessa hundakind í gær á leiðinni heim úr búðinni.

 

Smekklegur hundur sem svaraði kallinu Íbæ. 

 

eða mjög falleg og greindarleg kind , svo er kannski að Íbæ þýði kind og kindin hlýði ef maður kallar á hana sem kind. Hey kind , og þá horfir kindin á mann.

 

 

 

Skólinn byrjaði í dag. Við félagarnir klúðruðum heita vatninu hérna heima og fórum allir óþvegnir í skólann. Góð byrjun á fyrsta degi í skólanum. 

Hittum Juliu kennara í morgun og byrjuðum á að læra undirstöðuatriði í kínverskri samræðulist. Fólst hún aðallega í að geta sagt Hæ, hvernig hefur þú það , og ég hef það gott en þú.

Allir sitjandi á litlum hörðum bekkjum með blýant og glósubók í staðinn fyrir að slappa af með fartölvuna að lesa fréttir á mogganum og þykjast vera að hlusta á kennarann.

Við vorum svo búnir í skólanum á hádegi og vorum orðnir svangir , ákváðum við að fara á uppáhaldsstaðinn okkar eða eins og við köllum hann bara "heimavöllinn"  og fá okkur mat.

DSC00060

 Staðurinn heitir O'lucck og er brilliant. 

Þetta virkar þannig að við pöntum okkur mat og fáum svo fría súpu þangað til fyrsti réttur kemur.

 

 

Svo bíða þessar elskur alltaf við hurðina tilbúnar ef einhver vill koma inn. Skilja samt svo ekki ensku. En þetta virðist samt alltaf reddast.

 

 

DSC00059

 Við keyptum okkur spagettí pizzur kjöt og kjúklinga og vaðandi í snilld ásamt pepsí og bjór á mann. 1500 kall sirka. Mikil er snilldin.

 

Aðalmálið er samt náttúrulega að þetta er góður matur. Ekki kínverskur nei , en eins og góður vestrænn matur hehe.

 

 

 

 

 

 Eitt sem þarf samt að skjóta aðeins inn núna...

 DSC00061

 

 

 Þessi mynd er tekin milli klukkan 13 og 14 í dag í stóru verslunarhúsi og eru bara svona 5 manns þarna inni, steinsofandi.

Góða dæmið og ég er ekki viss um að menn geti bara rölt inn á McDonalds á Íslandi og farið að sofa.

 

 

 

 

 

Já eitt sem gleymdist í gær. 

DSC00075 Snorri keypti sér þessa dýrindis rafmagnsflugvél. Hún sést kannski ekkert voða vel , en hún er þarna!

 

Hún kostaði 3000 krónur og hefur gefið okkur mikla ánægju þar sem hún virðist ekki eiga auðvelt með að brotna.

 

Reyndar er Snorri einn albesti þyrluflugmaður sem Ísland hefur átt og erum við Kalli til að vitna um það. Drengurinn er fæddur til að stjórna rafmagnsþyrlu.

 

 

DSC00069

 

Hér má sjá þyrluflugmann Íslands vera hlaupandi inn í næsta garð að sækja þyrluna sína.

 

 

 engar áhyggjur

 

 

 Þyrlan er á lífi.

 

 

Rétt á eftir þessu atviki kom Kalli dansandi að mér og ég spurði hann í rólegheitunum, 

,,Kalli , hver er raunveruleg ástæða þess að þú ákvaðst að koma til Kína?"

 Hann svaraði með þessum svip.

 

DSC00071

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er ástæðan fyrir því að við erum með myndablogg.

 

Hey eitt, ég keypti mér gítar loksins!   Er búinn að vera að deyja mig vantaði svo sigg á puttana.

DSC00077

 

 

Þetta er mjög töff kassagítar , ef maður googlar Ovation guitars þá sér maður stílinn. með svona litlum götum á hliðunum.

Svartur með dökkbrúnu ívafi.

Soundar ekki ótrúlega vel en er með fínt sound og gott að spila á hann. Mjög góð kaup að mínu mati fyrir 6000 kr.

 

 

 

Það tekur svo langan tíma að setja inn eina mynd að ég er búinn að vera að þessu í einn og hálfann tíma. Alveg til í að fara að gera eitthvað annað akkurat núna.

 Við boys biðjum að heilsa í bili. 

Ekkert að því að skilja eftir sig athugasemd og kasta á okkur kveðju.

 heyrumst 


Kumpánar í Shanghai

Sælinú vinir, vandamenn og skaníur.

Það eru Pálmi og Karl Magnús sem sitja hér við skriftir.  Snorri er að leggja sig gamli maðurinn.

stofan okkar 

 

 

Við erum núna staddir í þriggja hæða íbúðinni okkar í California Gardens,  nánar tiltekið í stofunni sem sést hér til hliðar. Íbúðin er 133 fermetrar og er leigan 33 þúsund á mánuði. Sem er bara snilld. Við fáum konu til að þrífa um helgar og kostar hún 80 kr. á klukkutímann.

Heyriru það mamma, þú hefur gert þetta frítt í öll þessi ár.

 

 

 Ferðalagið. Við Kalli fórum fyrstir af stað þann 22. febrúar  , á leiðinni í eitthvert brjálaðasta nýárspartý sem um getur... eða það héldum við allavega. 

Eftir langt og strangt ferðalag og leigubílaferð lengst út í Baoshan hérað sem er frekar langt frá miðbænum, þá lentum við hjá Austur-hliðinu á campus. Nota bene campusinn er risa-risastór.

Eftir kortérs labb , einhverjar helvítis tvær mílur eða eitthvað , þá fundum við loksins Z-bygginguna sem við áttum að finna. Sko á leiðinni vorum við búnir að sjá risabyggingagr sem voru allar merktar einhverjum bókstöfum og við svona prjónuðum okkur að Zetunni. Á öllum þeim byggingum , á hurðunum voru risastórir og þykkir hjólalásar til að ganga úr skugga um að óviðkomandi kæmust ekki þangað inn.

DSC00047

 

Það sem við áttuðum okkur á er að á svona 8 ferkílómetra kampus með svona risabyggingum út um allt. vorum við sirka einu manneskjurnar á svæðinu. Það var ekkert ofboðslega þægileg tilfinning, sérstaklega þegar við komum svo loksins að okkar Z-byggingu , að fyrstu hurð þar og hún var læst.

 

 

 

Við settumst niður fyrir framan íturvaxinn lásinn, gnístum tönnum og vonleysið náði tökum á ungu íslendingunum tveimur sem þangað höfðu ákveðið að sækja nám sitt og tilbreytingu.

Svo labbaði Kalli að næstu hurð og hún var opin.

karl&tony 

 

Hérna má sjá Kalla við hliðina á húsverðinum okkar í Z-byggingu sem þóttist heita Tony.  Á nafnspjaldinu hins vegar voru svona 7 kínversk tákn sem eru nafnið hans og hann heitir væntanlega löngu og flóknu kínanafni. T.d. hef ég rekist á nokkra sölumenn á raftækjamarkaðnum sem heita alveg 6 til 10 kínverskum táknum en fyrir neðan þau stendur með verstu barnaskrift ever kannski BOB eða JACK. frekar krúttlegt.

Má sjá hvað þeir ná vel saman enda kallar Tony alltaf eitthvað á kínversku til Kalla þegar þeir sjást.

Hann sér greinilega eitthvað í honum, svona eins og við hin.

 

Fyrsta upplifun af Kína var ekki spes. Við komum þarna á Z-byggingu og enginn talaði ensku. Við fengum kínverska kennslu á tæki og tól þarna , m.a. á lampa sem hafði einfaldann on/off takka. Tony stóð fyrir sínu. Eitt sem mistókst var að kenna okkur nægilega vel á hitarann því fyrsta nóttin var sofin í ískulda og í svona hundrað fötum. Aldrei orðið jafn kalt í heiminum held ég nema akkurat þessa nótt.

Nýárspartýið góða sem við héldum að við værum mættir í , er meira svona eins og almennur frídagur eða frívika hjá kínverjum. Þetta þýðir að veitingastaðir voru lokaðir og kínverjar voru allir farnir eitthvað út úr bænum að hitta fjölskylduna sína og ef miðað er við fjölda kínverja , þá erum við að tala um einhverjar svakalegar fjölskyldur. Þannig að fyrsta kvöldið okkar á svæðinu fórum við á stúfana að reyna að fá okkur mat og lentum inni á kínverskum stað þar sem manni leið eins og sýningargrip. Þessi staður fær 10 í einkunn frá Pálma en svona 1 í einkunn frá Kalla því það gleymdist að elda kjötið hans. Uppruni kjötsins er enn óviss. 

 
palmi Við erum samt núna að reyna að muna nafnið á þessum veitingastað og við höldum að hann heiti eitthvað af eftirfarandi: Time Tea House, Tea Time House, House of Time, Time Of Tea, Give me your House eða One House one life.

 

Skemmtileg líkamsræktaraðstaða "úti" á campus. Hér má sjá lipra tækni frá Pálmanum. Að sjálfsögðu með glæsilega eftirlíkingu af Ray-Ban gleraugum á sér. Myndardrengur.

 

 

DSC00036Reyndar fundum við veitingastað sem selur góðan mat á góðu verði. Fín þjónusta með sérstakri techno raf-dinnertónlist sem virkar ekki og er best að lýsa því eins og að vera sofandi með hníf í augunum liggjandi á gaddavírsgirðingu sem er búið að þrýsta í líkama okkar og blóðga mikið.

Allavega þá vorum við svo impressed af þessum stað að við viljum sérstaklega tala um hann hérna. Við vitum ekki hvað hann heitir , en við fengum þarna , þrír glorhungraðir íslendingar, sko .. fyrst einhverjar þrjár súpur sem voru fínar og allar mismunandi , mjög skrýtið því við náttúrulega pöntuðum okkur ekkert súpur. En svo þegar við fengum matinn okkar sem var tvírétta , spagettí í kjötbollum og pastaréttir  og aðalréttur sem samanstóð af tveim kjötsneiðum á heitri pönnu með núðlum og eggi , ásamt ísköldu pepsí. 

Allt í allt var þetta 1700kr. fyrir okkur 3. Sem er gróflega um 570 kr. á mann sem er næstum því ein sóma samloka og svali útí búð á íslandi. 

Við vorum pakkaðir þegar við gengum þarna út.  

 

 Það leið ekki langur tími þangað til við náðum áttum í Kína. Snorri kom tveimur dögum á eftir okkur við mikla ánægju okkar og fljótlega eftir það komu allir krakkarnir. 

Við strákarnir létum líða smá tíma þangað til við ákváðum að skoða næturlífið, en auðvitað gerðum við það og höfum gert nokkrum sinnum síðan. Það eru flottir og töff staðir í Shanghai og m.a. má nefna JZ-Club og Cotton Club sem hafa hljómsveitir að spila Blues og Jazz fyrir mann, afar þægilegt. Svo stóri klúbburinn BonBon þar sem maður borgar sig inn og fær sér frítt á barnum það sem eftir lifir kvölds (ávísun á nokkuð strjálminnugt kvöld). Annar staður sem er vert að minnast á heitir Attica , þar kostar 3000 kr. inn á staðinn , og glas af einhverju kostar 880 kr. , svo ef þú vilt leigja bás fyrir þig og vini þína, þá er verðið fyrir kínverja 20. þúsund krónur en fyrir útlendinga eins og okkur þá kostar það 40. þúsund krónur. Sem er vel bærilegur staður sem við förum ekkert oft á aftur hugsa ég.

Annars er áfengi á nokkuð svipuðu verði og heima, nema á spes tilboðskvöldum á heimavelli okkar, barnum I Love Shanghai þar sem 250 kr kaupa Long Island Tea og vodka og er eigandinn Jeff orðinn vinur okkar. 

Svo er vert að minnast þess að kínverskar barstelpur eru oft á tíðum mjög vingjarnlegar og leggja sig allar fram um að spjalla við mann og að fá mann til að kaupa handa sér drykk. Mjög hressandi.

Kannski ein saga hérna af okkar manni , Karli Magnúsi þegar hann kom heim á okkar vanalega heimkomutíma eftir djamm , sem er sirka 09:40 um morgun. Þá fór meistarinn í göngutúr , ekki kannski alveg við stjórnvölinn á sjálfum sér og lenti fyrir tilviljun á götufiskmarkaði þar sem hann keypti sér tvo, lifandi, ála. Auk þess keypti hann sér kínverskt hrísgrjónavín sem lyktaði eins og hundrað dauðir hlutir.

eelTvö svona stykki , lifandi , tók maðurinn og setti ofaní snarheita pönnu og hóf að steikja upp úr kínversku kranavatni og kínverska ofurviðbjóðs víninu.

Ekki nóg með það að þarna hafi verið háð grimmileg barátta frummanns gegn álum , því þegar frummaðurinn sigraði og náði að steikja greyið dýrin , þá át hann álana með bestu lyst. Skreið svo upp í herbergi og sofnaði.  "álarnir stukku víst upp úr pottunum á fullu og reyndu að sleppa , segir Karl."

Já skelfilegur atburður. 

 

DSC00011 Hér má sjá Karl M. "Álabana" Þórðarson,

 

að hita upp í boxtæki með gríðarmannfjölda sem safnaðist saman til að horfa á þessa skepnu hnykla vöðvana.

 

Eina commentið sem við höfum fengið frá Karli varðandi bragðið á álunum er að þegar hann vaknaði eftir átökin , þá hafi setið í honum smá lýsisbragð annars hafi þetta bara verið fínt.

Mig grunar hann um stórfelldar lygar.

 

 Annars hefur rektorinn líka farið í svokallað "dance-off" á klúbb sem heitir Dragon-Club og er svosem ánægjulegt að segja frá því að Álabaninn gjörsigraði kínverja og svertingja. Maðurinn var í rasistaham og tók þá hægri vinstri. Mjög smekklega gert enda gerir hann tilkall til danstitils Elvis , þetta með hnén dæmi. Kalli er bara hné dansari dauðans.

 

Vissulega höfum við gert ýmislegt fleira hér í Shanghai, við höfum farið á nokkra markaði sem selja eftirlíkingar af frægum vörumerkjum og lent í rosa prútt stríði um þær vörur , keypt fullt af drasli. Armani Jakka , Diesel Boli, Rolex úr, Adidas skó , svona endalaust. 

Fljótlegt að skrifa, endalaust að labba. Held ég sé búinn að labba svo mikið að þegar ég er sitjandi þá finnst mér ég ennþá vera að labba.

 Í dag er 11. mars og byrjar skólinn okkar á morgun á kínverskutíma. Okkur hlakkar mikið til að geta lært að tala eitthvað við kínverjana. Í dag erum við með nokkur grundvallaratriði á hreinu  , eðlilega enda höfum við þurft að bjarga okkur með phrase bækur og fleira í prútti og að spjalla við leigubílstjóra , p.s. takk Eva, Þóranna, Kristín Linda og Gummi ósvarti.

Stutt er í prófin okkar á Bifröst. Næstu helgi koma Kristín Ólafs alþjóðafulltrúi og Jón Ólafsson prófessor og forseti félagsvísindadeildar á Bifröst með prófin okkar í farteskinu og þurfum við því að fara leggjast í bækur.

 

Segja þetta gott í bili og vonandi höfum við bætt aðeins fyrir það hversu langt er síðan síðast var bloggað. Málið er bara að við fengum netið í gær loksins.

Okkur líður vel og Shanghai er borg sem hefur allann pakkann. Dýrustu búðir og veitingastaði sem hægt er að finna og ódýra hlið sem gaman er sér að kynna. Rím.

Með kínakveðju,

Pálmi og Kalli. 


Shanghai Kína damn

Sælinú það er Pálmi sem ritar, 

 nú er ég staddur á Bifröst og fljúgum við strákarnir út á fimmtudaginn. Mér skilst að Snorri taki flug til Danmerkur og fari einhverja smá aðra leið en við Kalli.

Ekki laust við að spenningurinn sé farinn að láta gera vart við sig. Ég gjörsamlega er við það að kafna úr fílíng.

Útlit er fyrir að það verði nýársfögnuður mikill í kína þegar við mætum á svæðið og eru það móttökur sem rétt svo ná að sæma okkur, svo miklir menn erum við. Hins vegar er það ár svínsins og er það bróður mínum einum lagið að segja mér að það sé engin tilviljun heldur tengist mér og minni bumbu tvímælalaust. Cool  

 

 Heyrðu, þessi síða verður okkar tenging við Ísland vonandi þegar við verðum þarna. Setjum inn myndir og reynum að tjá okkur um þá hluti sem við lendum í og skoðum þarna úti.

 

Þangað til næst , sem verður í Kína, þá bara segi ég skál.

gambei er það víst í kína. eitthvað svoleiðis :P 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband